California heimsókn

Home
Full Red
Russian metal lace
Moscow Blue
Búnaður sem ég nota
Mælt er með...
California heimsókn
Ræktun á "Show guppy"
Tenglar á erlendar guppy síður
Gestabók

2u.jpg
Frank lengst til vinstri og Luke lengst til hægri

Heimsókn til
Luke Roebuck & Frank Chang
 
Ég skellti mér til LA á dögunum og á þeirri ferð var ég svo heppinn að fá að skoða aðstöðuna hjá tveimu af betri guppy-ræktendum í USA.
Félagarnir tveir heita Frank Chang og Luke Roenbuck.

Báðir þessir menn hafa ræktað guppy í tugi ára og marg oft tekið þátt í öllum helstu guppy sýningum sem haldnar eru í þessum heimi og báðir hafa unnið margoft til verðlauna fyrir sína ræktun á hinum ýmsu guppy afbrigðum.

Ég byrjaði á að heimsækja Luke, en hjá honum keypti ég þá guppy sem að ég ætla mér að rækta undan. Luke er með rétt rúmlega 250 fiskabúr sem að hann ræktar sýna fiska í.
Flest búrin eru “10 gallon” ca 40 lítrar, en einnig er hann með slatta af 5 og 10 lítra búrum sem að hann notar sem gotbúr. Í öllum búrum notar hann “sponge-filter” til þess að halda vatninu sínu hreinu í búrunum. Hann er með sjálfvirkt vatnaskipakerfi á búrunum sínum en hvert og eitt búr er með sinn eigin “sponge-filter”.
Aðstaðn hjá Luke var mjög góð, en það má samt með sanni segja að þrifnaðurinn í kringum þetta allt mætti vera mun betri að minnsta kosti fyrir minn smekk en Luke sagðist í raun ekki vera stressa sig neitt á þrifnaði í kringum þetta allt saman – ekki nema þá í vatnsgæðum hjá sér – það væri eitthvað sem að hann legði mikið upp úr.


Hérna sjáum við mynd af ca 50 búrum hjá Luke....ásamt parti af sjálfvirka vatnaskiptakerfinu...sem er mjög einfalt en virkar mjög vel...þessi rör eru enn að framan hjá búrunum en Luke ætlar sér að snúa þessu við þannig að þetta verði á bakhliðinni.

Luke er með óteljandi mörg afbrigði af guppy hjá sér og hvert öðru flottara. Þetta eru guppyar sem að maður sér ekki oft í verslunum það góð voru gæðin á mörgum fiskum hjá honum, þá er ég aðallega að tala um stærð og liti í fiskunum. Þarna voru td kellingar sem voru allt að því 10 cm að stærð og gjóta að jafnaði 70-100 seiðum í hverju goti.

Double sword tail guppy....frá Tailandi.



Afbrigði af Moscow blue... 

Frank var einnig með mikið af búrum, dollum og dósum....um 170 80 lítra búr og slatta af öðrum ílátum. Aðstaðan hjá honum var ekki mikið fyrir augað en þegar farið var yfir hvað var í hverju búri,dós eða dollu þá var hann með allt á tæru...greinilega skipulagt kaos..



Í öllum þessum dósum eru guppy seiði.....sem fara svo í 80 lítra búr þegar þau verða stærri...

Frank var ekki með sjálfvirkt vatnaskiptikerfi á öllum búrunum hjá sér en taldi það vera á um helming.
Þarna ver líka mikið um allskonar guppy þó svo að greinilegt var að maðurinn hafði lang mestan áhuga á svo kölluðum red albino guppy...en hann var með mikið af þeim og mjög fallega.


Mjög ungir og langt frá því að vera tilbúnir...red albino guppy....eiga eftir að stækka um ca 50 prósent í viðbót..

Báðir þessir aðilar gefa fiskunum sínum að borða 3-4 sinnum á dag og er meginuppistaðan á fæðunni artemía.



Artemía að klekjast út hjá Luke...

Þeir eyða að meðaltali 20 klst á viku í ræktunaraðstöðu sinni.

Það sem kom mér kannski mest á óvar í þessari heimsókn var hversu draslaralegt var í ræktuninni hjá þeim félögum...þá sérstaklega Frank en einnig kom mér virkilega á óvart hversu vel þeir vissu hvað var í hverju einasta búri hjá þeim.

Talandi við þessa menn þá eru þeir algjör hafsjór af upplýsingum um ræktun á guppy og skipti ekki neinu um hvað ég spurði....sama hvort það var um blöndun litaafbrigða – genetíska uppbyggingu fiskanna – vatnaskilyrði – fæðuval....þeir voru með allt á tæru.

Báðir þessir menn selja mikið af guppy á netinu og segjast nota hagnaðinn af því til þess að ferðast um gervallan heiminn til þessa að skoða guppyræktanir um allan heim 

Þetta var frábær lífsreynsla að komast á þessar slóðir og inn til þessara aðila þar sem að þeir eru hættir að hleypa gestum til sín..... en einhverra hluta vegna buðu þeir mig velkominn....fyrir einhverja ásæðu sem að ég veit ekki enn hver er....

Eitt er ljóst eftir þessa ferð....maður er kominn ótrúlega stutt á veg í sinni ræktun...það er nóg framundan.....og ljóst að ræktun á guppy er greinilega spennandi kostur með milljón möguleika.....eitthvað sem að ég mun halda áfram að tileinka mér á komandi misserum...

Enter supporting content here